Músíktilraunir 2009


Mánudagur
Volatile Cleetus the Fetus Free Fall F.I.G Útrás A day in december Cosmos White Signal Bakkus Alli No Class Aragrúi Gestasveit: Svavar Knútur


Sunnudagur
Ásjón Aeterna The young and Carefree Dj Ni Treisí End of Days Atary In the Company of Men Snjólugt RetRoBot Justin Case Audio Team Gestasveit: Sing Fang


Laugardagur
Hindurvættir Blind Bargain Í fimmta veldi Functional Foundation Klysja Mont The Crystalline Enigma B.J and the Army Postularnir Funk that Shit! EPOCH Dorian Gray Gestasveit: Þórir Georg


Föstudagur
Glundroði Daedra Darkened BenJee Þoka Á milli svefns og vöku Nuke Dukem Go Out Icarus Alocola Free From Shadows Kristín Hrönn Gestasveit: Sóley


Föstudagur 23. mars Glundroði Daedra Darkened BenJee Þoka Á milli svefns og vöku Nuke Dukem Go Out Icarus Alocola Free From Shadows Kristín Hrönn Gestasveit: Sóley Laugardagur 24. mars Hindurvættir Blind Bargain Í fimmta veldi Functional Foundation Klysja Mont The Crystalline Enigma B.J and the Army Postularnir Funk that Shit! EPOCH Dorian Gray Gestasveit: Þórir Georg Sunnudagur 25. mars Ásjón Aeterna The young and Carefree Dj Ni Treisí End of Days Atary In the Company of Men Snjólugt RetRoBot Justin Case Audio Team Gestasveit: Sing Fang Mánudagur 26. mars Volatile Cleetus the Fetus Free Fall F.I.G Útrás A day in december Cosmos White Signal Bakkus Alli No Class Aragrúi Gestasveit: Svavar Knútur


Bróðir Svartúlfs sigurvegarar Músíktilrauna 2009
Bróðir svartúlfs Stórglæsilegu úrslitakvöldi Músíktilrauna 2009 er nú lokið og urðu úrslit þessi: 1.sæti : Bróðir Svartúlfs, 2.sæti : Ljósvaki, 3.sæti : The Vintage.


Símakosning fyrir Hljómsveit Fólksins
Eftir flutning síðustu hljómsveitar á úrslitakvöldinu 4.apríl, mun verða tilkynnt um hvenær má byrja að kjósa í símakosningu um "Hljómsveit Fólksins". Númer hverrar hljómsveitar er hér að neðan, og má hringja eins oft og vill. Athugið að símtalið kostar 99 kr.


Úrslitakvöld Músíktilrauna 2009
Músíktilraunir Úrslitakvöld Músíktilrauna 2009 verður haldið laugardaginn 4.apríl í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi, og hefst kl:17:00 Undankvöld tilraunanna fóru fram í Íslensku Óperunni 27 -30 mars og mættu alveg óvenju margar góðar hljómsveitir til leiks í ár og keppa því 11 hljómsveitir á Úrslitakvöldinu.


11 hljómsveitir í úrslit Músíktilrauna 2009
Eftir frábært síðasta undankvöld í Íslensku Óperunni í gær, þá er það komið á hreint hvaða hljómsveitir munu leika á úrslitum Músíktilrauna í Listasafni Reykjavíkur,Hafnarhúsinu. Einnig hefur dómnefnd valið 3 hljómsveitir áfram sem þóttu hafa staðið sig sérstaklega vel á undankvöldunum. Það verða því 11 hljómsveitir í úrslitunum í ár.


Artika,Ljósvaki,Spelgur og Bróðir Svartúlfs áfram í úrslit
ljósvaki Annað úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram á laugardagskvöldið. Þar kepptu 11 hljómsveitir um hylli áhorfenda og dómnefndar, sem stóð í ströngu, því allar stóðu þær sig vel. Að lokum völdu þó áhorfendur hljómsveitina Artika áfram og dómnefnd valdi eins manns hljómsveitina Ljósvaka í úrslit. Í gærkvöldi komust svo hljómsveitirnar Spelgur og Bróðir Svartúlfs áfram í úrslit. Í kvöld munu svo aðrar 10 hljómsveitir taka til við að trylla lýðinn á síðasta undankvöldinu í Íslensku Óperunni. Kvöldið hefst kl. 19. Miðasala opnar kl 16. 800 kr. inn.


Blanco og Discord komnar áfram í úrslit
blanco Fyrsta undankvöld tilraunanna fór fram í gær og var frábær stemning í húsinu. Hljómsveitirnar stóðu sig allar með mikilli prýði og skemmtu sér og áhorfendum vel inni í glæsilegri umgjörð Íslensku Óperunnar. Svo fór að lokum að áhorfendur kusu Blanco áfram og dómnefnd valdi Discord í úrslit.


Lokaspretturinn hafinn fyrir Músíktilraunir 2009,
agent fresco 2008 Nú er hægt að skoða allar upplýsingar um hljómsveitirnar sem taka þátt í tilraununum í ár, og hlusta á tóndæmi hjá hverri fyrir sig, á heimasíðunni okkar. 42 hljómsveitir munu taka þátt í ár. Miðasala fyrir undankvöldin fer fram í Íslensku Óperunni frá kl.16 alla dagana ,27.-30.mars. Tónleikarnir byrja kl 19 á undankvöldunum. Miði á eitt kvöld kostar 800.kr. en hægt er að fá miða á öll undankvöldin 4 fyrir aðeins 2.500 kr. Tónleikarnir hefjast kl. 17 á úrslitakvöldinu.


Dómnefnd Músíktilrauna 2009
Dómnefnd 2009 Dómnefnd Músíktilrauna hefur verið skipuð eftirfarandi aðilum: Árni Matthíasson - formaður dómnefndar, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Hildur Guðný Þórhallsdóttir, Kristján Kristjánsson, Margrét Erla Maack, Ragnheiður Eiríksdóttir.


Dagskrá Músíktilrauna komin í loftið!
músíktilraunir Nú er hægt að skoða hvaða hljómsveitir/tónlistarmenn munu taka þátt í Músíktilraunum 2009, og hvaða kvöldi þeir spila á. Athygli er vakin á því að í ár er hægt að kaupa miða á öll 4 undanúrslitakvöldin á aðeins 2.500 kr. Einstakur miði á hvert undanúrslitakvöld kostar annars 800 kr. Miðaverð á úrslitakvöldið er 1000.kr.


Skráningu í Músíktilraunir 2009 lokið.
Músíktilraunir skráningu lokið 2009 Nú hefur verið lokað fyrir skráningu í tilraunirnar í ár.


Skráningu í Músíktilraunir 2009 að ljúka.
skráningu lýkur Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Músíktilraunir 2009. Fresturinn rennur út föstudaginn 13.mars.


Verðlaun á Músíktilraunum 2009
Músíktilraunir 2009 Verðlaunin á Músíktilraunum í ár eru ekki af verri endanum. Hljóðfæraverslanir, upptökuver og fyrirtæki tengd tónlistariðnaðinum sýna mikinn velvilja og gefa vegleg verðlaun, og þökkum við þeim innilega fyrir veittan stuðning. Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti, hljóðfæraleikara og söngvara tilraunanna, viðurkenning fyrir íslenska frumsamda textagerð og hljómsveit fólksins verður valin af áhorfendum í símakosningu.


Músíktilraunir 2009 í startholunum
Músíktilraunir Músíktilraunir verða nú haldnar í 27. skipti í mars og apríl. Fyrirkomulag tilraunanna verða nú með örlítið breyttu sniði því að nú í ár verða undankvöldin 4 í stað 5. Undankvöldin verða haldin í Íslensku Óperunni 27.-30. mars en úrslitakvöldið verður síðan í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 4. apríl. Músíktilraunirnar eru fyrir aldurshópinn 13-25 ára og hefur þátttakan verið framar vonum síðustu ár. Skráning hefst hér á vef Músíktilrauna föstudaginn 27. febrúar.


Músíktilraunirnar hlutu Hvatningarverðlaun Samtóns 2009
Íslensku tónlistarverðlaunin Á Íslensku tónlistarverðlaununum 2009 voru aðstandendum Músíktilrauna veitt hvatningarverðlaun Samtóns. Músíktilraunir hafa verið stór þáttur í tónlistarlífi Íslands og verða nú haldnar í 27. skiptið. Upphafið má rekja til samstarfs Tónabæjar og SATT (Sambandi alþýðuskálda og tónlistarmanna) sem m.a. stóðu fyrir maraþontónleikum í kjallara Tónabæjar í nóvember 1982.


Þarftu að taka upp demo fyrir Músíktilraunir?
Demo Hitt Húsið ætlar bjóða hljómsveitum og tónlistarfólki, sem ætlar að taka þátt í Músíktilraunum 2009, aðstöðu til að taka upp demo (til að senda inn með umsókninni). Takmarkaður fjöldi daga er í boði. Nánari upplýsingar gefur Orri Einarsson í síma 411 5518 eða orri.einarsson@reykjavik.is.