Fréttir


Músíktilraunir 2014 verða haldnar í Hörpu - Norðurljósum | 04.12.2013
Harpa Músíktilraunir 2014 verða haldnar í Hörpu - Norðurljósum. Undankvöldin verða 30. mars - 2. apríl og úrslitakvöldið verður 5. apríl. Skráning mun fara fram í febrúar svo að nú er bara að telja í og byrja að undirbúa sig fyrir frábærar tilraunir.


Sigurvegarar Músíktilrauna 2013 eru tvíeykið Vök. | 23.03.2013
Sigursveit Músíktilrauna 2013, Vök. Sigurvegarar Músíktilrauna 2013 eru tvíeykið Vök. 2.sæti: In The Company of Men 3.sæti: Aragrúi Hljómsveit Fólksins: Yellow Void Einstaklingsverðlaun: Gítarleikari Músíktilrauna: Hafsteinn Þráinsson / CeaseTone Bassaleikari Músíktilrauna: Guðmundur Ingi Halldórsson / Sjálfsprottin Spévísi Píanóleikari Músíktilrauna: Ívar Hannes Pétursson / Elgar Trommuleikari Músíktilrauna: Björn Emil Rúnarsson / In The Company of Men Söngvari Músíktilrauna: Hulda Kristín Kolbrúnardóttir / Aragrúi Rafheili Músíktilrauna: Andri Már Enoksson / Vök Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku: Villta Vestrið Músíktilraunir óska vinningshöfum innilega til hamingju!


Ellefu hljómsveitir keppa til úrslita | 21.03.2013
Sigurvegarar Músíktilrauna 2012, RetRoBot Þá er ljóst hvaða hljómsveitir keppa til úrslita á laugardaginn 23.mars, en þær eru (í stafrófsröð): Aragrúi, CeaseTone, For Colourblind People, Glundroði, Hide Your Kids, In The Company of Men, Kaleo, Kjurr, Skerðing, Vök Yellow Void. Úrslitin hefjast tímanlega kl. 17 og verða í Silfurbergi, Hörpu. Miðasala er á harpa.is og midi.is


4.undankvöld Músíktilrauna - 11 atriði komin í úrslit! | 20.03.2013
Í kvöld fór fram fjórða og síðasta undankvöldið. Salur valdi að þessu sinni hljómsveitina Kaleo í úrslit og dómnefnd valdi For Colourblind People. Að auki var tilkynnt að dómnefnd hefði nýtt sér rétt sinn að velja 3 hljómsveitir að auki áfram í úrslit. Það voru hljómveitirnar Aragrúi, Kjurr og Skerðing.


Úrslit 3.undankvölds Músíktilrauna | 19.03.2013
3.undankvöld Músíktilrauna 2013 fór fram í Silfurbergi, Hörpunni í kvöld, þriðjudag. 9 tónlistaratriði tóku þátt og fjölbreytnin mikil; allt frá rappi yfir í harðkjarna rokk. En að lokum fór svo að salur valdi hljómsveitina Yellow Void áfram til úrslita og dómnefnd valdi In The Company of Men.


2.undankvöldi lokið | 18.03.2013
Glundroði 2.undankvöldi er nú lokið í Silfurbergi, Hörpunni, í Músíktilraunum. Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn CeaseTone og salurinn kaus Glundroða. Við óskum þeim innilega til hamingju, en minnum um leið á að dómnefnd hefur síðan möguleika á að velja áfram aukalega 1-4 atriði að öllum undankvöldum lokum ! Sjáumst svo öll á morgun á 3.undankvöldinu.


Myndir frá 2.undankvöldi | 18.03.2013
Þá er frábæru 2.undankvöldi lokið og Brynjar ljósmyndari okkar var auðvitað á staðnum. Margt skemmtilegt bar fyrir augu og eyru - allt frá einyrkjum með kassagítarinn einan að vopni upp í fullmannaðar hljómsveitir með heila hörpu sér til trausts og halds.


Myndir frá 1.undankvöldi. | 18.03.2013
Hide Your Kids Nú eru myndir komnar á síðuna okkar frá fyrsta undankvöldi Músíktilrauna 2013. Það er hirðljósmyndari tilraunanna, Brynjar Gunnarsson, sem á heiðurinn að þessum frábæru myndum.


Úrslit 1.undankvölds ! | 18.03.2013
Vök Frábæru 1.undankvöldi er nú lokið í Silfurbergi, Hörpunni, í Músíktilraunum. Dómnefnd valdi áfram í úrslit hljómsveitina Hide Your Kids og salurinn kaus tvíeykið Vök. Við óskum þeim innilega til hamingju, en minnum um leið á að dómnefnd hefur síðan möguleika á að velja áfram aukalega 1-4 atriði að öllum undankvöldum lokum ! Sjáumst svo öll á morgun á 2.undankvöldinu.


Stelpur rokka á Músíktilraunum 2013 | 14.03.2013
Á Sunnudaginn 17.mars hefjast Músíktilraunir 2013, en þar stíga á stokk 10 fyrstu hljómsveitirnar í ár. 39 hljómsveitir af öllu stærðum og gerðum, einherjar, rokkarar, raftónlistarmenn, harðkjarnasveitir og blúsarar munu gleðja augu og eyru áhorfenda í ár. Sérstök ánægja er með hversu stór hluti eru stelpur, eða 21 talsins. Fjölbreytileiki verður einkenni tilraunanna í ár og óhætt er að lofa frábærri skemmtun í grasrót íslensks tónlistarlífs.