Fréttir


Hljóðverssmiðjur Kraums og Músíktilraunir | 11.03.2013
Hljóðverssmiðjur Kraums fóru fram í fyrsta sinn árið 2009 í Tankinum á Flateyri og þetta er því í fimmta sinn í ár sem Kraumur tónlistarsjóður verðlaunar vinningshafa Músíktilrauna með því að veita þeim innsýn inn í þær víðáttur tóna og tækifæra sem hljóðverið hefur að geyma. Undanfarin 4 ár hafa Hljóðverssmiðjurnar verið haldnar í samvinnu við hljóðverið Sundlaugina og verður þar engin breyting á í ár.


Skráningu er lokið á Músíktilraunir 2013 | 05.03.2013
RetRoBot Nú er skráningu í Músíktilraunir 2013 lokið og við viljum þakka þeim kærlega sem sóttu um. Það lítur út fyrir að tilraunirnar verði ótrúlega spennandi og fjölbreyttar í ár. Á næstu dögum verður svo tilkynnt hverjir taka þátt og á hvaða dögum þeir spila. Fylgist vel með hér á síðunni!


Frábær verðlaun í boði á Músíktilraunum 2013 | 01.03.2013
Að venju verður boðið upp á frábær verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin ásamt því að hljóðfæraleikarar Músíktilrauna verða verðlaunaðir sérstaklega. Einnig verður Hljómsveit Fólksins valin með símakosningu á úrslitakvöldi. Hljóðverstímar, peningaverðlaun, úttektir og hljóðverssmiðjur eru í boði og því er um að gera að senda umsókn inn strax í dag!


Varðandi skráningu í Músíktilraunir | 27.02.2013
Við viljum biðja alla þá sem telja sig hafa sent inn umsókn í tilraunirnar, en ekki fengið neinn póst frá okkur, að senda okkur línu á musiktilraunir@reykjavik.is og láta okkur vita. Kær kveðja- Músíktilraunir!


Skráningu fer senn að ljúka - frestur til 3.mars | 27.02.2013
RetRoBot 2012
Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Músíktilraunir 2013. Skráningarfrestur rennur út á sunnudaginn 3.mars nk. Frábær verðlaun verða í boði að venju; peningaverðlaun, hljóðverstímar og allskonar góðgæti. Nú er tíminn til að láta drauminn rætast og spila í Silfurbergi, Hörpunni.


Skráning er hafin í Músíktilraunir | 18.02.2013
ReTroBot sigurvegarar 2012 Nú er skráning hafin í Músíktilraunir 2013 og fer hún fram hér á heimasíðu tilraunanna. Skráningagjald er einungis 7000 kr. og stendur hún yfir til 3.mars. Mikilvægt er að fylgja öllum leiðbeiningum í skráningu og vanda umsóknina - góða skemmtun!! Fyrir utan þau frábæru fyrirtæki sem stutt hafa við bakið við okkur í sambandi við verðlaun sigursveitanna, þá hafa Músíktilraunir í gegnum árin átt góða bakhjarla. Þar má helsta telja Icelandair, FÍH og Rás 2. Nú í ár hefur SENA bæst í hópinn, sem ásamt Icelandair eru þá aðalbakhjarlar Músíktilrauna.


Miðasala fyrir Músíktilraunir 2013 er hafin | 11.02.2013
Miðasalan fyrir Músíktilraunir 2013 er hafin á midi.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í gegnum harpa.is. Einungis kostar 1000 kr. á hvert undankvöld, sem eru haldin 17.-20.mars í Silfurbergi, Hörpu. Úrslitakvöldið verður svo þann 23. mars á sama stað og er verð aðeins 1500 kr. Tryggið ykkur miða í tæka tíð á þessa frábæru tónlistarhátíð í mars.


UPPHITUN FYRIR MÚSÍKTILRAUNIR 2013 Í HINU HÚSINU | 30.01.2013
Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á aðstöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi, mögnurum o.fl. Einnig verður starfsfólk hússins á staðnum til skrafs og ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið af þessu geta hljómsveitirnar/tónlistarfólkið sótt um að taka upp demo í Hinu Húsinu til að skila í skráningu Músíktilrauna 2013.


Tickets for the icelandic Music Experiments (Músíktilraunir) | 23.01.2013
Tickets for the Icelandic Music Experiments (Músíktilraunir 2013) will be on sale at www.midi.is. The price is only 1.000 isk. for each semifinal night, and up to 12 bands will play each night! Then the final night is 1.500 isk. on which we will find out who will be the new winner of the I.M.E.2013. The semifinals will be held at Silfurberg - Harpan (www.harpa.is), on the 17th - 20th of march, at 19:30 each night and the final night is at the same venue, on the 23rd of march, at 17:00.


Skráning á Músíktilraunir 2013 | 07.01.2013
Of Monsters and Men 2010 Nú er um að gera að dusta rykið af hljóðfærunum og byrja æfingar. Við munum opna fyrir skráningu 18. febrúar nk. og henni lýkur svo 3. mars. Skráningargjald verður það sama og síðast, 7.000 kr. Fylgist með hér á síðunni, en skráning mun verða aðgengileg héðan.