Fréttir


Husband og Vulgate komnar áfram í úrslit! | 16.03.2010
Það var hljómsveitin Husband sem stóð sig best að mati áhorfenda, en Vulgate fékk flest atkvæði dómnefndar.


Dagskrá á undankvöldum birt ! | 09.03.2010
Nú er hægt að nálgast dagskrá allra undankvölda á Músíktilraunum fyrir dagana 15.-18.mars, í Íslensku Óperunni. Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Við minnum svo á seinni þátt "Skúrsins" á Rás 2, næsta fimmtudag 11.mars, þar sem lokið verður við að kynna til leiks þátttakendur í tilraununum í ár.


Skráningu lokið í Músíktilraunir 2010 | 04.03.2010
Músíktilraunir 2010 Skráningu í Músíktilraunir 2010 er nú lokið og tekur 41 hljómsveit þátt í ár. Upplýsingar um þær hljómsveitir sem fram koma og tóndæmi eru nú aðgengileg hér á vefnum, undir HLJÓMSVEITIR. Við minnum enn á að undankvöld Músíktilrauna verða haldin 15. - 18. Mars í Íslensku Óperunni og úrslitakvöldið 27. Mars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.


Skúrinn á Rás 2 og Músíktilraunir kynna hljómsveitirnar í Músíktilraununum 2010 á Rás 2 | 25.02.2010
Bróðir Svartúlfs 2009 Þættirnir verða 4. og 11. mars þar sem allar 40 hjómsveitirnar sem keppa verða kynntar í Skúrnum á Rás 2 fyrir undanúrslitakvöldin 15.,16.,17. og 18. mars. Síðan verða hljómsveitir þær sem komast í úrslit kynntar í þáttunum 19. og 26. mars.Að lokum mun Rás 2 senda beint út frá lokakvöldi Músíktilrauna 27. mars.


Skráning á fullu ! | 23.02.2010
Músíktilraunir 2010 Umsóknir streyma nú inn til okkar af öllum gerðum og stærðum! Skellið ykkar umsókn inn hér á síðunni (til vinstri). Skráningu lýkur svo 1.mars.


Gróðurhús íslenskrar tónlistarsköpunar,skráning að hefjast í Músíktilraunir 2010 | 11.02.2010
snúrur og tónlist Skráning í Músíktilraunir hefst 15.feb. og lýkur 1.mars hér á síðunni okkar. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum þessa heimasíðu. Nú er um að gera og útbúa "demo" / hljóðdæmi, sem þið sendið síðan inn með umsókninni! Músíktilraunirnar verða svo haldnar á eftirfarandi dögum: undankvöldin í Íslensku Óperunni 15.-18.mars og úrslitakvöldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 27.mars.


Undankvöld og úrslit Músíktilrauna 2010 | 03.02.2010
Demo Nú hefur verið staðfest að undankvöld Músíktilrauna 2010 verða haldin dagana 15.-18. mars í Íslensku Óperunni. Úrslitakvöldið verður síðan haldið í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur 27.mars. Skráning í Músíktilraunir opnar 15. febrúar og lýkur 1. mars. Allar nánari upplýsingar um skráninguna munu birtast á heimasíðunni þegar nær dregur. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum heimasíðuna.


Úrslitakvöldið verður í Hafnarhúsinu 27.mars 2010 | 02.02.2010
Nú hefur það verið staðfest að úrslit Músíktilrauna 2010 verða haldin í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, líkt og síðustu ár. Úrslitin verða haldin laugardaginn 27.mars.


Skráning hefst 15.feb og lýkur 1.mars. | 21.01.2010
Skráning í Músíktilraunir hefst 15.feb. og lýkur 1.mars. Allar nánari upplýsingar um skráninguna munu birtast hér á heimasíðunni þegar nær dregur. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum þessa heimasíðu. Nú er um að gera og útbúa "demo" / hljóðdæmi, sem þið sendið síðan inn með umsókninni! Góða skemmtun!


Undankvöld Músíktilrauna 2010; 15.-18.mars í Íslensku Óperunni | 21.01.2010
Nú hefur verið staðfest að undankvöld Músíktilrauna 2010 verða haldin dagana 15.-18.mars í Íslensku Óperunni. Dagsetning ásamt staðsetningu úrslitakvölds verður tilkynnt síðar.