Fréttir


Breyttur sýningartími á þætti um Músíktilraunir 2009! | 15.12.2009
Nú er komið að sjónvarpsþættinum um úrslit Músíktilrauna 2009 á RÚV. Þetta er 55 mínútna þáttur sendur út þann 05.01.2010 Hann hefur að geyma lög frá öllum sem komu fram á úrslitakvöldinu 4.apríl, viðtöl við alla þar og atriðum frá verðlaunaafhendingu. Þetta er frábær skemmtun fyrir alla tónlistaráhugamenn og konur. Fylgist með dagskrá RÚV fyrir nákvæmari tímasetningu þegar nær dregur.


Músíktilraunir 2010 | 10.11.2009
Músíktilraunir 2010 verða haldnar frá 19.-22. mars (undankvöld) og úrslitin þann 27.mars. Athugið að dagsetningar fyrir Músíktilraunirnar eru óstaðfestar!


Nýr vefur Músíktilrauna kominn í loftið | 10.11.2009
Bróðir Svartúlfs Þessum vef er ætlað að þjóna sem upplýsinga- og heimildavef. Á honum er að finna allar upplýsingar um tilraunirnar,myndir og hægt er að skoða nánari upplýsingar fyrir hvert ár síðan 1982. Mánuðina í kringum hverjar Músiktilraunir mun vefurinn síðan taka breytingum og miðast þá við að þjóna sem upplýsingavefur fyrir hverjar tilraunir fyrir sig.