Fréttir

Nýr vefur Músíktilrauna kominn í loftið

Þessum vef er ætlað að þjóna sem upplýsinga- og heimildavef. Á honum er að finna allar upplýsingar um tilraunirnar,myndir og hægt er að skoða nánari upplýsingar fyrir hvert ár síðan 1982. Mánuðina í kringum hverjar Músiktilraunir mun vefurinn síðan taka breytingum og miðast þá við að þjóna sem upplýsingavefur fyrir hverjar tilraunir fyrir sig. Þar verður hægt að skrá sig til þátttöku, kynna sér reglur þess árs, hlusta á tóndæmi þátttakenda o.fl. Eftir Músíktilraunirnar mun þessi vefur aftur fara í núverandi mynd.

Vefurinn er í sífelldri þróun. Myndum á eftir að fjölga og einnig, með hjálp ykkar notenda, munu vonandi bætast við upplýsingar,sögur,myndir o.fl. sem tengjast eldri tilraunum. Við bendum ykkur sem gætu haft eitthvað í pokahorninu handa okkur, að hafa samband (hér til vinstri á síðunni).

Góða skemmtun!