Fréttir

Undankvöld og úrslit Músíktilrauna 2010

Nú hefur verið staðfest að undankvöld Músíktilrauna 2010 verða haldin dagana 15.-18. mars í Íslensku Óperunni. Úrslitakvöldið verður síðan haldið í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur 27.mars. Skráning í Músíktilraunir opnar 15. febrúar og lýkur 1. mars. Allar nánari upplýsingar um skráninguna munu birtast á heimasíðunni þegar nær dregur. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum heimasíðuna.