Fréttir

Skráningu lokið í Músíktilraunir 2010

Skráningu í Músíktilraunir 2010 er nú lokið og tekur 41 hljómsveit þátt í ár.
Upplýsingar um þær hljómsveitir sem fram koma og tóndæmi eru nú aðgengileg hér á vefnum, undir HLJÓMSVEITIR. Við minnum enn á að undankvöld Músíktilrauna verða haldin 15. - 18. Mars í Íslensku Óperunni og úrslitakvöldið 27. Mars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.

Aðgangseyrir á undankvöldin er einungis 800kr og er um að gera að mæta og kjósa sína hljómsveit áfram, því áhorfendur í sal velja eina hljómsveit í úrslit á hverju undankvöldi.

Svo minnum við á þáttinn "Skúrinn" á Rás 2 í kvöld, kl.22:05. Þar verða 20 hljómsveitir sem taka þátt í tilraununum kynntar til leiks, og leikin tóndæmi þeirra fyrir landsmenn alla. Seinni hluti hljómsveitanna verða svo kynntar til leiks 11.mars.