Fréttir

Husband og Vulgate komnar áfram í úrslit!

Það var hljómsveitin Husband sem stóð sig best að mati áhorfenda, en Vulgate fékk flest atkvæði dómnefndar. Stemningin var frábær í Íslensku Óperunni, og er von á góðu í kvöld, 16.mars, en þá taka þátt 11 hljómsveitir. Eingöngu kostar 800 kr. inn og hefst miðasalan kl. 16 í Íslensku Óperunni.