Fréttir

The Assassin of a beautiful brunette og Feeling Blue komin í úrslit!

Það voru The Assassin of a beautiful brunette og Feeling Blue sem fóru áfram í úrslitin á gífurlega sterku 3.undankvöldi í gær. Salur valdi hljómsveitina T.A.B.B og dómnefnd Feeling Blue.

Fjórða og síðasta undankvöldið verður svo í kvöld, 18.mars, og hvetjum við því alla sem vettlingi geta valdið að mæta, og styðja sitt fólk!