Fréttir

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010

Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010 verður haldið laugardaginn 27.mars í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi, og hefst kl:17:00 . Undankvöld tilraunanna fóru fram í Íslensku Óperunni 15.-18. mars og mættu alveg óvenju margar góðar hljómsveitir til leiks í ár og keppa því 11 hljómsveitir á Úrslitakvöldinu. Rás 2 mun útvarpa beint frá kvöldinu svo að landsmenn allir fá tækifæri á að fylgjast með en jafnframt að kjósa í beinni símakosningu um Hljómsveit Fólksins á tilraununum.
Verðlaun verða veitt fyrir  1.2. og 3. sæti, Hljómsveit fólksins og einstaklingsverðlaun fyrir hljóðfæraleikara Músíktilrauna 2010.Það verður því mikið um dýrðir og ljóst að það stefnir í æsispennandi og fjölbreytta keppni.

Miðasala verður í Listasafni Reykjavíkur frá kl.14.samdægurs.

ÚRSLITAKVÖLD 27.mars 2010
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús, hefst kl.17.

DAGSKRÁ:    

Bróðir Svartúlfs (sigurvegarar Músíktilrauna 2009) 
  
Snjólugt      
Fimbulþul    
Lucky Bob    
Husband     
GÁVA     
The Assassin of a beautiful brunette 
   
HLÉ

Feeling Blue    
Vulgate     
Dólgarnir    
Hydrophobic Starfish   
Of Monsters and Men