Fréttir

Miðasala fyrir Músíktilraunir 2013 er hafin

Miðasalan fyrir Músíktilraunir 2013 er hafin á midi.is. Einnig verður hægt að nálgast miða í gegnum harpa.is. Einungis kostar 1000 kr. á hvert undankvöld, sem eru haldin 17.-20.mars  í Silfurbergi, Hörpu. Úrslitakvöldið verður svo þann 23. mars á sama stað og er verð aðeins 1500 kr. Tryggið ykkur miða í tæka tíð á þessa frábæru tónlistarhátíð í mars.