Fréttir

4.undankvöld Músíktilrauna - 11 atriði komin í úrslit!

Í kvöld fór fram fjórða og síðasta undankvöldið. Salur valdi að þessu sinni hljómsveitina Kaleo í úrslit og dómnefnd valdi For Colourblind People. Að auki var tilkynnt að dómnefnd hefði nýtt sér rétt sinn að velja 3 hljómsveitir að auki áfram í úrslit. Það voru hljómveitirnar Aragrúi, Kjurr og Skerðing.
Þá er ljóst að 11 atriði munu keppa til úrslita á laugardaginn næsta, 23.mars, en úrslitin verða haldin á sama stað, Silfurbergi, Hörpu. Dagskráin hefst kl.17 og verður einnig útvarpað á Rás 2.

Músíktilraunir óska öllu þessu frábæra tónlistarfólki til hamingju með áfangann og vilja hvetja alla að koma og fylgjast með spennandi úrslitakvöldi.

Á heimasíðunni, www.musiktilraunir.is er hægt að nálgast upplýsingar um viðburðinn, verðlaunin og hlusta á hljóðdæmi frá öllum hljómsveitum.

Miðasala á úrslitin er á harpa.is og midi.is en miðaverð er 1500 kr.