Markmið Músíktilrauna-Veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri.


-Að skapa vettvang fyrir unnendur tónlistar til að geta fylgst með ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarfólki.


-Að stuðla að því að fjölmiðlar skapi umræðu og kynningu í samfélaginu á ungu og upprennandi tónlistarfólki.


-Að hvetja til textagerðar á íslensku.


-Nýlunda var árið 2009 á Músíktilraununum að Frístundamiðstöðvar í Reykjavík höfðu heimild til að senda einn fulltrúa/ hljómsveit hver  frá sér í keppnina. Var það gert til að virkja og hvetja ungt fólk í hverfum Reykjavíkur til tónlistariðkunar og þátttöku í Músíktilraununum.


Þetta útilokaði þó alls ekki þátttöku annarra hljómsveita/tónlistarmanna úr hverfum Reykjavíkur til að sækja um á Músiktilraununum.