Reglur Músíktilrauna-Skráning fer eingöngu fram á rafrænan hátt á netinu og verða 40-50 hljómsveitir valdar til þátttöku.

 

-Þátttökugjald er 7.000 kr. árið 2013.

 

-Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist Músíktilraunum fyrir lokafrest.

 

-Mjög mikilvægt er að setja nafn hljómsveitar sem skýringu þegar greitt er í heimabanka/banka.

 

-Á hverju undankvöldi skal hljómsveit flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur. Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 12-15 mínútur.

 

-Á hverju undankvöldi velur salur eina hljómsveit áfram í úrslit og dómnefnd einnig eina hljómsveit.

 

-Athugið að þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja hljómsveitir áfram aukalega í úrslit. Möguleiki er því fyrir hendi að hljómsveit komist áfram þrátt fyrir að hafa ekki farið áfram á sínu undankvöldi. Þetta verður tilkynnt á heimasíðu tilraunanna að loknum öllum undankvöldunum og einnig verður hringt í þær hljómsveitir sem um verður að ræða.

 

-Á úrslitakvöldi er það eingöngu dómnefnd sem velur vinningshafa, en salur og áheyrendur kjósa um Hljómsveit Fólksins.

 

-Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára.

 

Framkvæmdarnefnd Músíktilrauna áskilur sér þann rétt að hafna hljómsveitum þátttöku ef:
- Sýnishorn (demo) það sem berst stenst ekki tónlistarlegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til keppninnar.
- Þátttökugjald hefur ekki verið greitt fyrir fyrir tilskilinn tíma.
- Af öðrum ástæðum.

 

-40-50 hljómsveitir geta tekið þátt á tilraununum á hverju ári. Fagnefnd á vegum Hins Hússins mun síðan velja og samþykkja umsóknir sem standast inntökukröfur tilraunanna.

 

-Ath. notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og verði þátttakendur og gestir uppvísir um notkun þeirra er þeim tafarlaust vísað frá.

 

-Ef eitthvað kemur upp á, t.d. ef að hljómsveit ætlar að hætta við, þá verður að tilkynna það strax á musiktilraunir@itr.is

 

- Á Músíktilraununum 2013 hafa Frístundamiðstöðvar í Reykjavík heimild til að senda einn fulltrúa/ hljómsveit hver  frá sér í keppnina. Er þetta gert til að virkja og hvetja ungt fólk í hverfum Reykjavíkur til tónlistariðkunar og þátttöku í Músíktilraununum.

 

Þetta útilokar þó alls ekki þátttöku annarra hljómsveita/tónlistarmanna úr hverfum Reykjavíkur til að sækja um á Músiktilraununum.

 


ATH! Þátttökugjald verður endurgreitt ef umsókn er hafnað.