Verðlaun á MúsíktilraunumVerðlaunin á Músíktilraunum í gegnum árin hafa ekki verið af verri endanum. Síðan tilraunirnar hófust 1982 hafa verðlaunin sífellt orðið veglegri og fjölbreyttari. Hljóðfæraverslanir, upptökuver og fyrirtæki tengd tónlistariðnaðinum sýna mikinn velvilja og gefa vegleg verðlaun, og þökkum við þeim innilega fyrir veittan stuðning.


Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti, hljóðfæraleikara og söngvara tilraunanna, viðurkenning fyrir íslenska frumsamda textagerð og hljómsveit fólksins verður valin af áhorfendum í símakosningu. Nýjung árið 2012 voru verðlaun fyrir Rafheila Músíktilrauna sem veitt eru fyrir færasta raftónlistamanninn. Áður var gefið fyrir hljómborðsleikara/forritara.

 

Verðlaunin árið 2012 voru eftirfarandi:

 

1. sæti
 -20 hljóðverstímar í hljóðverinu Sundlauginni, ásamt hljóðmanni.
 -20 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum.
 -Gjafabréf frá Icelandair, þar sem verður flogið til Hollands í lok ágúst og spilað á vegum Stage Europe Network (www.stagenetwork.eu)  sem að Hitt Húsið er aðili að á Westerpop tónlistarhátíðinni í Delft.
 -Spila á Iceland Airwaves hátíðinni.
 -Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
 -P.R námskeið hjá Gogoyoko. Um hvernig á að koma sér á framfæri á netinu.
 -Styrkur úr Minningarsjóði Péturs Kristjánssonar


2. sæti
 -Upptökuhelgi í Island Studios,Vestmannaeyjum,ásamt hljóðmanni og gistingu. Einnig verður tekið upp "promo" myndband yfir helgina.
 -15 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum
 -Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
 -P.R námskeið hjá Gogoyoko. Um hvernig á að koma sér á framfæri á netinu.


3. sæti
 -20 hljóðverstímar í Stúdíó Ljónshjarta, ásamt hljóðmanni.
 -10 þúsund króna úttekt frá 12 Tónum
 -Þátttaka í hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs. Dagur með reyndum tónlistarmanni & hljóðmanni
 -P.R námskeið hjá Gogoyoko. Um hvernig á að koma sér á framfæri á netinu.


Hljómsveit fólksins
 -Upptökutæki frá Tónastöðinni
 -20.000 kr.úttekt frá Smekkleysu,plötubúð
 -Spila í beinni á Rás 2 í Popplandi


Gítarleikari Músíktilrauna
 -30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni


Bassaleikari Músíktilrauna
 -30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni


Hljómborðsleikari
 -30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni


Rafheili Músíktilrauna
 -30.000 kr. úttekt frá Tónastöðinni
 -Mix og mastering frá Möller records


Trommuleikari Músíktilrauna
 -30.000 kr. úttekt í Hljóðfærahúsinu


Söngvari Músíktilrauna
-SHURE Beta 58 hljóðnemi frá Hljóðfærahúsinu


Viðurkenning fyrir textagerð á íslensku
 -Bókagjöf frá Forlaginu