Músíktilraunir 2010
Of Monsters and Men vann Músiktilraunir 2010 | 29.03.2010
Hljómsveitin Of Monsters and Men fór með sigur af hólmi í Músiktilraunum. Sveitin Vulgate varð í 2. sæti og The Assassin of a Beautiful Brunette í því þriðja en hún var einning valin sem hljómsveit fólksins í símakosningu. Þeir sem hlutu einstaklingverðlaun í eftirfarandi flokkum eru:


Símakosning fyrir Hljómsveit Fólksins | 24.03.2010
Eftir flutning síðustu hljómsveitar á úrslitakvöldinu 27.mars, mun verða tilkynnt um hvenær má byrja að kjósa í símakosningu um "Hljómsveit Fólksins". Númer hverrar hljómsveitar er hér í frétt, og má hringja eins oft og vill. Athugið að símtalið kostar 99 kr.


Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010 | 24.03.2010
Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010 verður haldið laugardaginn 27.mars í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi, og hefst kl:17:00 . Undankvöld tilraunanna fóru fram í Íslensku Óperunni 15.-18. mars og mættu alveg óvenju margar góðar hljómsveitir til leiks í ár og keppa því 11 hljómsveitir á Úrslitakvöldinu. Rás 2 mun útvarpa beint frá kvöldinu svo að landsmenn allir fá tækifæri á að fylgjast með en jafnframt að kjósa í beinni símakosningu um Hljómsveit Fólksins á tilraununum.

Skoða allar fréttir

Músíktilraunir á Facebook