Músíktilraunir 2010
Of Monsters and Men vann Músiktilraunir 2010 | 29.03.2010
Hljómsveitin Of Monsters and Men fór með sigur af hólmi í Músiktilraunum. Sveitin Vulgate varð í 2. sæti og The Assassin of a Beautiful Brunette í því þriðja en hún var einning valin sem hljómsveit fólksins í símakosningu. Þeir sem hlutu einstaklingverðlaun í eftirfarandi flokkum eru:


Símakosning fyrir Hljómsveit Fólksins | 24.03.2010
Eftir flutning síðustu hljómsveitar á úrslitakvöldinu 27.mars, mun verða tilkynnt um hvenær má byrja að kjósa í símakosningu um "Hljómsveit Fólksins". Númer hverrar hljómsveitar er hér í frétt, og má hringja eins oft og vill. Athugið að símtalið kostar 99 kr.


Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010 | 24.03.2010
Úrslitakvöld Músíktilrauna 2010 verður haldið laugardaginn 27.mars í Listasafni Reykjavíkur-Hafnarhúsi, og hefst kl:17:00 . Undankvöld tilraunanna fóru fram í Íslensku Óperunni 15.-18. mars og mættu alveg óvenju margar góðar hljómsveitir til leiks í ár og keppa því 11 hljómsveitir á Úrslitakvöldinu. Rás 2 mun útvarpa beint frá kvöldinu svo að landsmenn allir fá tækifæri á að fylgjast með en jafnframt að kjósa í beinni símakosningu um Hljómsveit Fólksins á tilraununum.


Þá er öllum undankvöldunum lokið í Músíktilraunum árið 2010. | 19.03.2010
Það voru tvær hljómsveitir sem komust áfram í gær eins og áður og í þetta skiptið voru það hljómsveitirnar Fimbulþul sem var valin af dómnefndinni og Of monsters and men sem valin var af áhorfendum. Að auki hefur dómnefndin valið þrjár hljómsveitir sem munu komast á úrslitakvöldið en það eru hljómsveitirnirnar Dólgarnir, Lucky Bob og GÁVA Hér er listinn yfir allar ellefu hljómsveitirnar sem munu keppa á úrslitakvöldinu sem haldið verður í Hafnarhúsinu laugardaginn 27. mars. Husband Vulgate Hydrophobic Starfish Snjólugt Feeling Blue The Assassin of a beautiful brunette Fimbulþul Of monsters and men Dólgarnir Lucky Bob GÁVA


The Assassin of a beautiful brunette og Feeling Blue komin í úrslit! | 18.03.2010
Það voru The Assassin of a beautiful brunette og Feeling Blue sem fóru áfram í úrslitin á gífurlega sterku 3.undankvöldi í gær. Salur valdi hljómsveitina T.A.B.B og dómnefnd Feeling Blue.


Nýjar myndir frá undankvöldunum 2010 hér á síðunni! | 17.03.2010
Nú fara myndir frá undankvöldunum að streyma inn á síðuna okkar. Endilega kíkið á þessar frábæru myndir!


Hydrophobic Starfish og Snjólugt áfram í úrslit | 17.03.2010
Í gærkvöldi lauk öðru undankvöldi Músíktilrauna 2010, og var það Hydrophobic Starfish sem dómnefnd valdi áfram og Snjólugt komst áfram í úrslit á kosningu úr sal.


Husband og Vulgate komnar áfram í úrslit! | 16.03.2010
Það var hljómsveitin Husband sem stóð sig best að mati áhorfenda, en Vulgate fékk flest atkvæði dómnefndar.


Dagskrá á undankvöldum birt ! | 09.03.2010
Nú er hægt að nálgast dagskrá allra undankvölda á Músíktilraunum fyrir dagana 15.-18.mars, í Íslensku Óperunni. Athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar. Við minnum svo á seinni þátt "Skúrsins" á Rás 2, næsta fimmtudag 11.mars, þar sem lokið verður við að kynna til leiks þátttakendur í tilraununum í ár.


Skráningu lokið í Músíktilraunir 2010 | 04.03.2010
Músíktilraunir 2010 Skráningu í Músíktilraunir 2010 er nú lokið og tekur 41 hljómsveit þátt í ár. Upplýsingar um þær hljómsveitir sem fram koma og tóndæmi eru nú aðgengileg hér á vefnum, undir HLJÓMSVEITIR. Við minnum enn á að undankvöld Músíktilrauna verða haldin 15. - 18. Mars í Íslensku Óperunni og úrslitakvöldið 27. Mars í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu.


Skúrinn á Rás 2 og Músíktilraunir kynna hljómsveitirnar í Músíktilraununum 2010 á Rás 2 | 25.02.2010
Bróðir Svartúlfs 2009 Þættirnir verða 4. og 11. mars þar sem allar 40 hjómsveitirnar sem keppa verða kynntar í Skúrnum á Rás 2 fyrir undanúrslitakvöldin 15.,16.,17. og 18. mars. Síðan verða hljómsveitir þær sem komast í úrslit kynntar í þáttunum 19. og 26. mars.Að lokum mun Rás 2 senda beint út frá lokakvöldi Músíktilrauna 27. mars.


Skráning á fullu ! | 23.02.2010
Músíktilraunir 2010 Umsóknir streyma nú inn til okkar af öllum gerðum og stærðum! Skellið ykkar umsókn inn hér á síðunni (til vinstri). Skráningu lýkur svo 1.mars.


Gróðurhús íslenskrar tónlistarsköpunar,skráning að hefjast í Músíktilraunir 2010 | 11.02.2010
snúrur og tónlist Skráning í Músíktilraunir hefst 15.feb. og lýkur 1.mars hér á síðunni okkar. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum þessa heimasíðu. Nú er um að gera og útbúa "demo" / hljóðdæmi, sem þið sendið síðan inn með umsókninni! Músíktilraunirnar verða svo haldnar á eftirfarandi dögum: undankvöldin í Íslensku Óperunni 15.-18.mars og úrslitakvöldið í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu 27.mars.


Undankvöld og úrslit Músíktilrauna 2010 | 03.02.2010
Demo Nú hefur verið staðfest að undankvöld Músíktilrauna 2010 verða haldin dagana 15.-18. mars í Íslensku Óperunni. Úrslitakvöldið verður síðan haldið í Hafnarhúsinu, Listasafni Reykjavíkur 27.mars. Skráning í Músíktilraunir opnar 15. febrúar og lýkur 1. mars. Allar nánari upplýsingar um skráninguna munu birtast á heimasíðunni þegar nær dregur. Eingöngu verður um rafræna skráningu að ræða, þ.e. einungis verður hægt að sækja um þátttöku í gegnum heimasíðuna.

Músíktilraunir á Facebook