Músíktilraunir 2011Samaris spila í Frakklandi | 05.05.2011
Meðlimir sigursveitar Músíktilrauna 2011, Samaris, munu dvelja í Aix en Provence í suður Frakklandi dagana 15 - 22 júní á vegum Stage Europe Network. Þar munu þau vinna með flottum hljómsveitum frá Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Noregi og spila á tónlistarhátíð á degi tónlistar þann 21. júní. Þau eiga vafalaust eftir að gera garðinn frægan erlendis, enda frábært band, og kemur sér vel að hafa fengið gjafabréf frá Icelandair í verðlaun.


Tónleikar næskomandi fimmtudag - 5. maí | 03.05.2011
Frábær bönd að spila næsta fimmtudag á Dillon. The Assassin of a Beautiful Brunette sem voru í þriðja sæti 2010, Postartica sem voru með besta bassaleikara og gítarleikara í ár og The Wicked Strangers sem lentu í þriðja sæti. Það er frítt inn og hefjast þeir kl 22..


Hljómsveit fólksins Primavera og For The Sun is Red spila í Molanum á morgunn | 27.04.2011
"Pedopriest, Primavera og For the Sun is Red leiða saman hesta sína í tónlistarorgíu næstkomandi fimmtudag í Molanum, sem staðsettur er í Hamraborg einhverstaðar beint á móti listasafninu og rétt hjá kirkjunni. Einnig má eiga von á leynigest sem á eflaust eftir að kæta áhugamanninn. Athugið að ekkert kostar inn og þar af leiðandi er frítt. 16+ !!!!!!!!!"

Skoða allar fréttir
www.flickr.com
This is a Flickr badge showing items in a set called 2010-Úrslitakvöld. Make your own badge here.


http://soundcloud.com/musiktilraunir