Músíktilraunir 2011


Reglur og markmið-Skráning fer eingöngu fram á rafrænan hátt á netinu og verða 40 hljómsveitir valdar til þáttöku.

-Á hverju undankvöldi skal hljómsveit flytja tvö frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 10 mínútur.

-Á úrslitakvöldi flytur hver hljómsveit þrjú frumsamin lög. Heildartími þeirra skal ekki vera meiri en 12-15 mínútur.

-Músíktilraunir eru ætlaðar ungu fólki á aldrinum 13-25 ára.


-Hljómsveit má ekki hafa gefið út efni sitt á geisladisk, plötu eða hljóðsnældu. Talað er um útgáfu þegar efni er selt og markaðsett skipulega fyrir almenning. Ekki er um útgáfu að ræða þegar efni er eingöngu notað sem gjafir, þrátt fyrir að það sé á geisladisk, plötu eða hljóðsnældu, eða eftir að hljómsveit hefur eingöngu komið út á safnplötu. Sökum þess hversu auðvelt er að útbúa og dreifa tónlist í gegnum netið telst það ekki til útgáfu og er því leyfilegt.


Framkvæmdarnefnd Músíktilrauna 2011 áskilur sér þann rétt að hafna hljómsveitum þátttöku ef:
- Sýnishorn það sem berst á stenst ekki tónlistarlegar lágmarkskröfur sem gerðar eru til keppninnar.
- Þátttökugjald hefur ekki verið greitt fyrir fyrir tilskilinn tíma
- Af öðrum ástæðum.


Ath. notkun áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð og verði þátttakendur og gestir uppvísir um notkun þeirra er þeim tafarlaust vísað frá.


Ef eitthvað kemur upp á, t.d. ef að hljómsveit ætlar að hætta við, þá verður að tilkynna starfsmönnum Hins Hússins það strax.


ATH! Þátttökugjald verður endurgreitt ef umsókn er hafnað.


Markmið Músíktilrauna er:


-Veita ungum íslenskum hljómsveitum og tónlistarfólki tækifæri á að koma tónlist sinni á framfæri.


-Að skapa vettvang fyrir unnendur tónlistar til að geta fylgst með ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarfólki.


-Að stuðla að því að fjölmiðlar skapi umræðu og kynningu í samfélaginu á ungu og upprennandi tónlistarfólki.


-Að hvetja til textagerðar á íslensku.


- Á Músíktilraununum 2011 hafa Frístundamiðstöðvar í Reykjavík heimild til að senda einn fulltrúa/ hljómsveit hver  frá sér í keppnina. Er þetta gert til að virkja og hvetja ungt fólk í hverfum Reykjavíkur til tónlistariðkunar og þátttöku í Músíktilraununum.


Þetta útilokar þó alls ekki þátttöku annarra hljómsveita/tónlistarmanna úr hverfum Reykjavíkur til að sækja um á Músiktilraununum.