Músíktilraunir 2011


Fréttir


Samaris spila í Frakklandi | 05.05.2011
Meðlimir sigursveitar Músíktilrauna 2011, Samaris, munu dvelja í Aix en Provence í suður Frakklandi dagana 15 - 22 júní á vegum Stage Europe Network. Þar munu þau vinna með flottum hljómsveitum frá Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Noregi og spila á tónlistarhátíð á degi tónlistar þann 21. júní. Þau eiga vafalaust eftir að gera garðinn frægan erlendis, enda frábært band, og kemur sér vel að hafa fengið gjafabréf frá Icelandair í verðlaun.


Tónleikar næskomandi fimmtudag - 5. maí | 03.05.2011
Frábær bönd að spila næsta fimmtudag á Dillon. The Assassin of a Beautiful Brunette sem voru í þriðja sæti 2010, Postartica sem voru með besta bassaleikara og gítarleikara í ár og The Wicked Strangers sem lentu í þriðja sæti. Það er frítt inn og hefjast þeir kl 22..


Hljómsveit fólksins Primavera og For The Sun is Red spila í Molanum á morgunn | 27.04.2011
"Pedopriest, Primavera og For the Sun is Red leiða saman hesta sína í tónlistarorgíu næstkomandi fimmtudag í Molanum, sem staðsettur er í Hamraborg einhverstaðar beint á móti listasafninu og rétt hjá kirkjunni. Einnig má eiga von á leynigest sem á eflaust eftir að kæta áhugamanninn. Athugið að ekkert kostar inn og þar af leiðandi er frítt. 16+ !!!!!!!!!"


No Class spilar á síðasta fimmtudagsforleik vetrarinns | 27.04.2011
No Class mætti á fyrsta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna í Tjarnarbíó og héldu uppi ógleymanlegri stemmingu. Þeir mæta nú aftur til leiks næsta fimmtudag. "Síðasta fimmtudagsforleiks-kvöld Hins Hússins í vetur verður svaðalegt. No Class mæta með stóru græjurnar og hjálpa ykkur að rifja upp danssporin fyrir sumarið með suddalegri house-tónlist sem mun skilja eftir sprungur í rúðum kjallara hins hússins! FRÍTT INN - ekkert vesen bara FJÖR" Gjörningurinn hefst klukkan 8 á fimmtudaginn! No Class eru Ómar Egill og Jón Reginbaldur


Pungsig, The Wicked Strangers og Postartica | 27.04.2011
Hljómsveitirnar Pungsig, The Wicked Strangers og Postartica munu spila á Dillon á föstudaginn, þann 29. apríl. En the Wicked Strangers og Postartica spiluðu á úrslitakvöldi Músíktilrauna þar sem T.W.S lentu í þriðja sæti og Postartica fékk verðlaun fyrir besta bassaleikarann og gítarleikarann. Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og það er fríkeypis inn. Allir úr að neðan!


Samaris komin með þrjú lög á Soundcloud | 07.04.2011
Soundcloud logo Sigursveit Músíktilrauna 2011, Samaris, er búin að pósta þremur demóum á síðuna soundcloud.com. Klikkið á fréttina til að fá tengilinn.


Samaris í Kastljósinu í gær | 05.04.2011
Sjá hér: http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4576166/2011/04/04/1


Músíktilraunir í morgunnútvarpinu á Rás2 | 04.04.2011
Fyrst er útvarpað frá því þegar Jón Gnarr afhendir fyrstu verðlaun og syngur lag sem honum tókst ekki 1982 að syngja þar sem hann panikaði á sviðinu. Síðan er viðtal við sigursveitina í ár, hljómsveitina Samaris. Copy/paste þessa slóð í vafrann: http://dagskra.ruv.is/ras2/4540546/2011/04/04/


Sigursveit Músíktilrauna 2011 er Samaris | 02.04.2011
Þetta árið bar hljómsveitin SAMARIS sigur úr býtum. Í öðru sæti var SÚR og þriðja sætið vermdi bandið THE WICKED STRANGERS. Fólkið valdi Hljómsveit fólksins í símakosningu sveitina PRIMAVERA. Verðlaun fyrir íslenska textagerð hlaut hljómsveitin ASKUR YGGDRASILS. Einstaklingsverðlaun þetta árið voru gítarleikari Músíktilrauna - Hafsteinn Þráinsson úr Postartica. Bassaleikari Músíktilrauna - Alexander Örn Númason úr Postartica. Hljómborðsleikari/Forritari músíktilrauna - Þórður Kári Steinþórsson úr Samaris. Trommuleikari Músíktilrauna - Jósep Helgason úr The Wicked Strangers. Söngvari Músíktilrauna - Gunnar Guðni Harðarson úr The Wicked Strangers.


ÚRSLITAKVÖLD MÚSÍKTILRAUNA 2011 Í KVÖLD !! | 02.04.2011
Úrslitakvöld Músíktilrauna 2011 í dag í Íslensku óperunni kl 16:00 !! 11 bönd koma fram ásamt sigurbandinu í fyrra, Of Monsters & Men. Miðaverð 1500 kr og hefst miðasala kl 12:00 í íslensku óperunni. Símakosning 2011 Kosið verður um hljómsveit fólksins á Músíktilraunum 2011. Fylgist með á Rás 2 þar sem útvarpað verður frá kvöldinu beint og hvernær símakosiningin hefst. Hér að neðan eru númer hverrar hljómsveitar 16:00.- 16:15 Of Monsters and Men 16:20 - 16.35 Primavera 900-9801 16:40 - 16:55 My Final Warning 900-9802 17:00 - 17.15 Súr 900-9803 17:20 - 17:35 Samaris 900-9804 17:40 - 17:55 Askur Yggdrasils 900-9805 17:55 - 18:15 HLÉ 18:15 -18:30 Murrk 900-9806 18:35 - 18:50 For the Sun is Red 900-9807 18:55 - 19:10 The Wicked Strangers 900-9808 19:15 - 19:30 Joe and the Dragon 900-9809 19:35 - 19:50 Postartica 900-9810 19:55 - 20:10 Virtual Times 900-9811


Úrslitakvöld Músíktilrauna laugardaginn 2. apríl 2011 | 01.04.2011
Það styttist í að 11 af frambærilegustu böndum undankvölda að mati áhorfenda og dómnefndar stígi á stokk í Íslensku óperunni. Þarna munu allir fá eitthvað við sitt hæfi en fyrst og fremst gefst þarna tækifæri á að sjá tónlistarmenn framtíðarinnar koma fram. Dagskráin hefst á sigurbandinu í fyrra og svo tekur hvert band 3 frumsamin lög. Stefnir í magnaða tónleika sem enginn tónlistaráhugamaður má missa af. Miðaverð er 1500 krónur og hefst miðasala kl 12:00 í Íslensku óperunni. Tónleikarnir byrja svo kl 16:00 Sjá dagskrá hér til hliðar


Stikla frá undanúrslitakvöldi 2 kominn inn | 31.03.2011
Hægt er að sjá hana hér til vinstri eða undir myndbönd eða bara hér: http://www.youtube.com/watch?v=XZ7pW2ubfYM


11 bönd komin áfram á úrslitakvöldið í Íslensku Óperunni | 29.03.2011
Þá eru undankvöld Músíktilraunanna 2011 lokið. Kvöldin voru alveg sérstakleg skemmtileg, fjölbreytt og mikill kraftur og sköpunargleði í gangi. Á fyrsta kvöldinu komst For the Sun is Red áfram á sal en dómnefnd valdi Samaris. Á öðru kvöldinu valdi salurinn Murrk og dómnefndin valdi Súr áfram. Salurinn valdi svo Virtual Times áfram á þriðja kvöldinu en dómnefndin valdi Postartica og á fjórða og síðasta undankvöldinu valdi salurinn Primavera og dómnefndin My final Warning. Þau bönd sem dómnefndin valdi aukalega áfram í lokin þetta árið eru The Wicked Strangers, Askur Yggdrasils og Joe and the Dragon. það er því von á alveg hreint frábæru og æsispennandi úrslitakvöldi n.k. laugadag sem haldið verður í Íslensku Óperunni og hefst kl.16:00. Úrslitakvöldinu verður útvarpað beint á Rás 2 og það kostar aðeins litlar 1500 kallinn inn á herlegheitin.


Val dómnefndar | 29.03.2011
Þau bönd sem dómnefndin valdi aukalega áfram þetta árið eru The Wicked Strangers, Askur Yggdrasils og Joe and the Dragon


Fjórða undankvöldinu lokið | 28.03.2011
Fjórða undanúrslitakvöldi Músíktilrauna 2011 lokið. Salurinn kaus hljómsveitina Primavera og dómnefndin valdi my final warning. Gefum þeim gott klapp!


Fjórða og síðasta undanúrslitakvöldið hefst kl 19:00 í kvöld | 28.03.2011
Miðasala hefst kl 16:00 í Tjarnarbíó fyrir þá sem vilja gulltryggja sér miða inn. Glæsilegt kvöld framundan með eftirfarandi böndum: Primavera, Fimmdimmalimm, My final Warning, Confident in Science, Justin Case, Kver, A day in December, Pom Blu og Premium.


Óli Palli ræðir um Músíktilraunir á RÚV í morgun | 28.03.2011
http://dagskra.ruv.is/ras2/4540541/2011/03/28/ "ímyndaðu þér ef það væri ekkert Airwaves og engar Músíktilraunir"


Virtual Times og Postartica komust áfram í kvöld | 27.03.2011
Þá er þriðja undanúrslitakvöldinu á Músíktilraunum 2011 lokið. Það er óhætt að segja að í kvöld hafi verið ótrúlega þétt bönd að spila og áheyrendur í Tjarnarbíó svo sannarlega ekki sviknir um góða tónleika. Í kvöld valdi dómnefndin rokkbandið Postartica og salurinn jazz/fusion/funk bandið Virtual Times. Myndir eru komnar inná vefinn hér til vinstri


Þriðja undankvöld Músíktilrauna | 27.03.2011
Nú eru 2 undanúrslit Músíktilrauna 2011 búinn og hafa hljómsveitirnar For the Sun is Red, Samaris, Murrk og Súr tryggt sér sæti á úrslitakvöldinu 2.apríl í Íslensku Óperunni. Enn eru 2 kvöld eftir og hefjast þriðju undanúrslitin í kvöld kl 19:00. Þar koma fram hljómsveitirnar: Hæ Vektor Hektor, We don´t go out, The Wicked Strangers, Postartica The Fourth Digit, Gvari Glerugu, StaleGrenade, Joe and the Dragon og Virtual Times


Úrslit 2 úrslitakvölds | 26.03.2011
Úrslit kvöldsins í kvöld eru þau að salurinn kaus hljómsveitina Murrk áfram og dómnefndin kaus sveitina Súr úr hópi afskaplega efnilegra sveita. Þau komast því á úrslitakvöldið á laugardaginn eftir viku.


Annað undanúrslitakvöld Músíktilrauna í kvöld í Tjarnarbíó | 26.03.2011
Hljómsveitirnar Murrk, Alis, Synir Íslands, Súr, Irony, Drulla, Hot Spring, Johnny Midget stíga á stokk í kvöld. Hvert band tekur 10 mínútna session og er því von á mjög fjölbreyttri dagskrá í kvöld


Myndir | 26.03.2011
Myndir frá fyrstu undanúrslitunum, föstudagskvöldinu 25. mars þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sjá hér til hliðar undir myndir.


Samaris og For the Sun is Red komust áfram í kvöld 25.mars | 25.03.2011
Undanúrslit 25. mars 2011 Tjarnarbíó Fyrsta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna 2011 er nú lokið. Kvöldið var hið glæsilegasta og virkilega góð bönd þetta árið. Þau bönd sem komust áfram í úrslit voru rafpoppbandið Samaris og prog-rokkararnir í For the Sun is Red. Dómnefndin valdi fyrra bandið og salurinn hið síðara.


Fyrsta undankvöldið í KVÖLD ! | 25.03.2011
Músíktilraunir 2011 Fyrsta kvöld Músíktilrauna 2011 hefst með glæsibrag í kvöld í Tjarnarbíói. Miðasala hefst kl 16:00 og er miðaverð aðeins 1.000 kr. Dagskráin er að sjálfsögðu mögnuð að vanda þar sem 10 hljómsveitir koma fram. Eftirfarandi bönd spila í kvöld: For the Sun is Red, Samaris, Orycto, Audio Madness, Estrógen, Askur Yggdrasils, gösli, Swive, No Class og Ember.


Músíktilraunir byrja á föstudaginn næsta í Tjarnarbíó kl 19:00 | 21.03.2011
Undanúrslitakvöldin eru fjögur eða 25, 26, 27 og 28 mars í Tjarnarbíó þar sem ótrúlega fjölbreytt flóra af grasrótarböndum koma fram. Öll kvöldin hefjast kl 19, miðasala hefst 16:00 samdægurs. Dagskrá kvöldanna er hér til hliðar undir "Dagskrá". Einnig er hægt að hlusta á hljóðdæmi undir "Hljómsveitir" og kynna sér betur hverja hljómsveit fyrir sig.


Skráning lokið og niðurröðun á kvöldin komin á hreint | 18.03.2011
Músíktilraunir 2011 Nú er aðeins vika þangað til Músíktilraunir 2011 tónlistarhátið hefst. Búið er að raða niður böndum á fjögur kvöld og spila 9-10 hljómsveitir á hverju kvöldi. Tvær hljómsveitir komast síðan áfram, ein valin af salnum og önnur af dómnefnd. Á úrslitakvöldinu 2.apríl í Íslensku Óperunni spila síðan 10 - 12 bönd. Hægt er að sjá hljómsveitirnar sem spila þetta árið bæði undir dagskrá og svo hljómsveitir en þar er hægt að hlusta á tóndæmi með hverri hljómsveit.


Skráningu að ljúka í Músíktilraunir 2011 | 14.03.2011
Músíktilraunir 2011 Síðasti séns til að skrá sig í Músíktilraunir í dag, mánudaginn 14. mars. ‎Tuttugu stúdíótímar með hljóðmanni í Sundlauginni, 20 þús kr. úttekt í 12 tónum. Þátttaka í hljóðverssmiðju KRAUMS - www.kraumur.is, spila á Airwaves og 17. júní svo fátt eitt sé nefnt er í verðlaun fyrir 1. sætið í Músíktilraunum.


Músíktilraunir 2011 - Skráning hefst 28. febrúar | 17.02.2011
Músíktilraunir 2011 Nú er um að gera að ræskja sig, dusta rykið af sneriltrommunni, kaupa nýja strengi í bassann, gítarinn og stinga hljómborðinu í samband. Músíktilraunir 2011 nálgast óðfluga og því ekki seinna vænna en að undirbúa þátttöku. Hver hljómsveit eða einstaklingur skilar inn tveimur demó upptökum á mp3 formi inn á www.musiktilraunir.is, ásamt mynd í góðri upplausn og stuttri lýsingu. Skráning hefst á www.musiktilraunir.is 28. febrúar og lýkur 13. mars en fyrsta undankvöld tilraunanna er 25. mars.


Of Monsters and Men - live í stofunni | 16.02.2011
Of Monsters and Men


Myndir frá úrslitakvöldi Músíktilrauna 2010 | 16.02.2011
Nú eru komnar inn myndir frá úrslitakvöldi Músíktilrauna 2010.