Músíktilraunir 2011


Fréttir

Músíktilraunir 2011 - Skráning hefst 28. febrúar


Nú er um að gera að ræskja sig, dusta rykið af sneriltrommunni, kaupa nýja strengi í bassann, gítarinn og stinga hljómborðinu í samband.
Músíktilraunir 2011 nálgast óðfluga og því ekki seinna vænna en að undirbúa þátttöku.

Hver hljómsveit eða einstaklingur skilar inn tveimur demó upptökum á mp3 formi inn á www.musiktilraunir.is,  ásamt mynd í góðri upplausn og stuttri lýsingu.

Skráning hefst á www.musiktilraunir.is 28. febrúar og lýkur 13. mars  en fyrsta undankvöld tilraunanna er 25. mars.

Senda á Facebook