Músíktilraunir 2011


Fréttir

Samaris og For the Sun is Red komust áfram í kvöld 25.mars


Undanúrslit 25. mars 2011 Tjarnarbíó
Fyrsta undanúrslitakvöldi Músíktilrauna 2011 er nú lokið. Kvöldið var hið glæsilegasta og virkilega góð bönd þetta árið.
Þau bönd sem komust áfram í úrslit voru rafpoppbandið Samaris og prog-rokkararnir í For the Sun is Red. Dómnefndin valdi fyrra bandið og salurinn hið síðara.

Á þriðjudaginn eftir síðastu undanúrslit verður svo tilkynnt um 2-3 bönd sem dómnefnd velur aukalega við sigurbönd undanúrslitakvöldanna. Þannig að enn eru öll bönd enn í keppni þrátt fyrir að hafa ekki komist áfram á sínu kvöldi.
Næsta kvöld er á morgunn, laugardag, og stefnir í að hann verði ekkert síðri föstudeginum með fjölbreytilegri flóru af böndum.
Hægt er að hlusta á demó með öllum sveitunum á www.musiktilraunir.is og sjá dagskrá kvöldanna.

Senda á Facebook