Músíktilraunir 2011


Fréttir

Úrslitakvöld Músíktilrauna laugardaginn 2. apríl 2011


Það styttist í að 11 af frambærilegustu böndum undankvölda að mati áhorfenda og dómnefndar stígi á stokk í Íslensku óperunni. Þarna munu allir fá eitthvað við sitt hæfi en fyrst og fremst gefst þarna tækifæri á að sjá tónlistarmenn framtíðarinnar koma fram.
Dagskráin hefst á sigurbandinu í fyrra og svo tekur hvert band 3 frumsamin lög.
Stefnir í magnaða tónleika sem enginn tónlistaráhugamaður má missa af.
Miðaverð er 1500 krónur og hefst miðasala kl 12:00 í Íslensku óperunni.
Tónleikarnir byrja svo kl 16:00
Sjá dagskrá hér til hliðar

Dagskrá

Of Monsters and Men
Primavera
My final Warning
Súr
Samaris
Askur Yggdrasils
Murrk
For the Sun is Red
The Wicked Strangers
Joe and the Dragon
Postartica
Virtual Times

Senda á Facebook