Músíktilraunir 2011


SaganSíðan 1982-2010 hafa meira en 900 hljómsveitir/tónlistarmenn tekið þátt og gengið misvel. Alltaf standa þó einhverjir uppi sem sigurvegarar. Mjög misjafnt er hversu vel og hversu lengi sigurhljómsveitirnar hafa enst en oft hafa þó Músíktilraunir reynst hljómsveitum sá stökkpallur og innblástur sem þarf til að gera það gott hinum harða tónlistarbransa, innanlands jafnt sem erlendis. Nægir að nefna Greifana, Kolrössu Krókríðandi (síðar Bellatrix), Maus, Botnleðju (einnig þekkt sem Silt), Mínus, XXX Rottweilerhunda, Jakobínurínu, Agent Fresco o.fl. Einnig hafa margir þjóðþekktir tónlistarmenn stigið sín fyrstu spor á sviði á Músíktilraunum. Má þar til dæmis nefna hljómsveitina Bee Spiders, en þar söng drengur að nafni Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós.


Sigurvegarar Músíktilrauna frá upphafi:

1982 - Dron
1983 - Dúkkulísurnar
1984 - Verkfall kennara, keppni féll niður
1985 - Gipsy
1986 - Greifarnir
1987 - Stuðkompaníið
1988 - Jójó
1989 - Laglausir
1990 - Nabblastrengir (Umbilical cords)
1991 - Infusoria (Sororicide)
1992 - Kolrassa Krókríðandi (Bellatrix)
1993 - Yukatan
1994 - Maus
1995 - Botnleðja (Silt)
1996 - Stjörnukisi
1997 - Soðin Fiðla
1998 - Stæner
1999 - Mínus
2000 - XXX Rottweiler hundar
2001 - Andlát
2002 - Búdrýgindi
2003 - Dáðadrengir
2004 - Mammút
2005 - Jakobínarína
2006 - The Foreign Monkeys
2007 - Shogun
2008 - Agent Fresco
2009 - Bróðir Svartúlfs
2010 - Of Monsters and Men