Músíktilraunir 2011


Justin Case


Sveitarfélag: Reykjavík

Heimasíða:

Nöfn og aldur:
Gunnar Atli Davíðsson, 17 - Trommur
Guðmundur Sigurþórsson, 17 - Gítar og bakrödd
Jóhannes Bjarki Bjarkason, - Bassi og söngur
Greipur Garðarsson, 17 - Gítar og bakrödd
 
Um bandið:
"Góðir Íslendingar."Hvað boðar nýárs blessuð sól?" spurði hr. Gunnar Atli forðum, og sama hugsun býr nú með okkur, hverju og einu.  "Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð, hún ljómar heit af Drottins náð." Þannig svaraði trommarinn sjálfum sér, því hann hafði ekkert betra að gera. Gunnar  þurfti enga spádómsgáfu til þess að gefa þetta svar. Þetta var ekki spá, heldur vissa. Hann myndi stofna bestu hljómsveit í heimi síðan upphaf mannkynsins. Hann byrjaði á því að finna sér tvo meðlimi, þá Guðmund Sigurþórsson og Greip Garðarsson sem sátu á Skólavörðustígnum og seldu pappakassa. En eitthvað vantaði. Eitthvað sem myndi fullkomna hljómsveitina. Eitthvað sem myndi láta eldri borgarana hætta að hlæja að sér þegar þeir komu og spiluðu bridds við þá. Og það sem vantaði var bassaleikara.  Gunnar trúði því að bassaleikarar væru plága jarðar, og gerðu ekkert nytsamlegt í tónlist. Hann sá að honum skjátlaðist þegar yngsti meðlimur hljómsveitarinnar, Jóhannes Bjarki Bjarkason, kom einn daginn og bankaði upp á hjá Gunnari og sagði með veikburðri og skömmustulegri röddu: “Má ég vera með?”Og þannig varð hljómsveitin Justin Case stofnuð"


Hljóðdæmi:

Route 241

You Dont Need Nobody