Músíktilraunir 2011


Stalegrenade

Sveitarfélag: Akranes

Heimasíða: www.myspace.com/Stalegrenade


Nöfn og aldur:
Marinó Rafn Guðmundsson, 20 - Gítar og söngur
Höskuldur Heiðar Höskuldsson, 18 - Gítar og söngur
Guðjón Jósef Baldursson, 18 - Trommur (og cymbalar)
Sigurbjörn Kári Hlynsson, 17 - Bassi


Um bandið:
"StaleGrenade var stofnuð í mars 2010 af gítarleikurunum Marinó og Höskuldi, en ýmsar breytingar hafa orðið síðan þá. Þrisvar höfum við skipt um æfingahúsnæði og auk þess eru upprunalegi trommari og bassaleikari ekki lengur í hljómsveitinni.Við spilum einhverskonar grunge-rokk, og höfum ýmsa áhrifavalda. Þeir helstu eru Nirvana, Alice in Chains, GreenDay og FooFighters.
Við höfum spilað bæði í Reykjavík og á Akranesi, og eigum um 20 frumsamin lög. Á giggum tökum við líka cover úr ýmsum áttum. Lögin sem send voru í umsókninni eru af litlum tónleikum sem við héldum í skólanum okkar, Fjölbraut á Akranesi. Við byrjum fljótlega að taka upp fyrstu plötu okkar, sem mun geyma níu lög.
Ástæða þess að við óskum eftir að taka þátt í Músíktilraunum er sú að við viljum kynnast fleiri hljómsveitum og/eða tónlistarfólki og viljum öðlast reynslu af því að spila í keppnisumhverfi.
Auk þess væri frábært að ná árangri í keppninni, en hvort sem það gerist eða ekki munum við reyna okkar besta."

Hljóðdæmi:
Everlasting Rain

Lionheart