Músíktilraunir 2012


Fréttir og tilkynningar


Úrslit Músíktilrauna 2012! | 08.01.2013
ReTroBot sigurvegarar 2012 Þvílík og önnur eins keppni ! Hljómsveitir kvöldsins sýndu sitt allra besta og var úrslitakvöldið ógleymanleg skemmtun fyrir troðfullt hús áhorfenda í Austurbæ, laugardagskvöldið 31.mars.


Sigursveitir síðasta undankvöldsins | 04.10.2012
Músíktilraunir 2012 Fjórða og síðasta undankvöldið er búið þar sem dómnefnd valdi hljómsveitina THE LOVELY LION áfram og salur valdi hljómsveitina WHITE SIGNAL. Eftirfarandi hljómsveitir eru því komnar í úrslit, auk ofangreindra, Þoka, Glundroði, Hindurvættir, Funk that Shit!, Retrobot og Aeterna. Einnig getur dómnefnd valið allt að fjórar hljómsveitir aukalega við þessar sem verður tilkynnt á www.musiktilraunir.is, 29.mars. Úrslitakvöldið er á laugardaginn næsta, byrjar kl 17:00 og er útvarpað í beinni á Rás2. Hægt er að kaupa miða á www.midi.is


Fjórða og síðasta undankvöldið í kvöld | 26.03.2012
Í kvöld takast á 12 hljómsveitir/tónlsitarmenn og er von á mjög fjölbreyttri tónlist. Hægt er að kíkja á hljómsveitir kvöldsins hér undir "dagskrá" Eins og undanfarin kvöld þá velur salurinn eitt band áfram og dómnefnd annað. Eftir kvöldið hefur dómnefndin svo tækifæri á að velja 2-4 bönd til viðbótar ef hún telur þau eiga erindi í úrslitin. Gestatónlistarmaður kvöldsins er að þessu sinni SVAVAR KNÚTUR Miðasala opnar kl 13:00 í Austurbæ. Einnig hægt að kaupa miða á www.midi.is


Úrslit þriðja undankvöldsins | 25.03.2012
Sennilega fjölbreyttasta kvöld Músíktilrauna til þessa ??? Úrslit kvöldsins voru þau að salurinn valdi Retrobot og dómnefnd valdi Aeterna. Kíkið á böndin hérna á síðunni undir hljómsveitir Síðasta undankvöld Músíktilrauna í ár á morgunn. Tryggið ykkur miða á www.midi.is


Úrslit laugardagskvöldsins 24. mars 2012 | 24.03.2012
Annað undankvöld Músíktilrauna er lokið með glæsilegri frammistöðu ungra tónlistarmanna. Í kvöld fór það þannig að salur valdi hljómsveitina FUNK THAT SHIT ! og dómnefnd valdi hljómsveitina HINDURVÆTTIR


2. undankvöld Músíktilrauna í kvöld - Minningarsjóður Péturs Krisjánssonar | 24.03.2012
Í kvöld hafst annað kvöld Músíktilrauna 2012. Gærkvöldið var frábært og ekki von á síðra kvöldi núna. Miðasalan opnar kl. 17:00, húsið opnar kl. 18:00 og tónleikarnir byrja kl. 19:00 stundvíslega. Í ár verður í fyrsta skipti veittur styrkur úr minningarsjóði Péturs Kristjánssonar sem stofnaður var fyrr á þessu ári og er það vel við hæfi þar sem Pétur var einn af okkar eðal rokkurum landsins á meðan hann lifði. Þetta verða peningarverðlaun fyrir fyrsta sætið.


Úrslit fyrsta kvölds Músíktilrauna 2012 komin í hús | 23.03.2012
Frábært fyrsta undankvöld Músíktilrauna ! Tvær stórgóðar hljómsveitir tryggðu sér sæti á úrslitakvöldinu 31.mars núna í kvöld. Salurinn kaus hljómsveitina Glundroði áfram Dómnefnd kaus hljómsveitna Þoka áfram. Þegar öll undankvöldin eru búin þá getur dómnefnd valið áfram 2-4 bönd í viðbót og því er enn von fyrir hin böndin að komast á úrslitakvöldið. Á morgunn, laugardag, koma 12 hljómsveitir fram ásamt tónlistarmanninum Þóri Georg. Miðasala opnar 17:00 í Austurbæ


Miðasala í fullum gangi á www.midi.is | 21.03.2012
Fyrsta undankvöld Músíktilrauna 2012 hefst með pompi og prakt á föstudaginn í Austurbæ. Tónleikarnir byrja kl 19;00 en húsið opnar kl 18:00. Hægt er að sjá dagskrá fyrir kvöldið hér á síðunni undir "dagskrá". Gestasveit kvöldsins er Sóley - Hægt er að sjá myndbandið frá henni sem fékk íslensku tónlistarverðlaunin hér: http://www.youtube.com/watch?v=wLA5Hr8SAkA&feature=colike Kostur gefst á því að kaupa miða á staðnum en einnig á midi.is. Beinn linkur á miðasöluna er hér: http://midi.is/tonleikar/1/6877


NIÐURRÖÐUN Á UNDANKVÖLDIN FJÖGUR | 14.03.2012
Þetta er farið að líta ansi spennandi út. Mjög efnileg bönd sem koma fram á Músíktilraunum 2012 sem hefjast á föstudaginn í næstu viku. Áhuginn í ár var mikill og sóttu tæplega 60 bönd um þátttöku. 48 bönd keppa nú á fjórum kvöldum, 23-26 mars. Það þýðir 12 bönd á hverju kvöld auk þeirrar nýbreytni að eitt gestaband spilar í dómarahléinu en Sóley, Þórir Georg, Sing Fang og Svavar Knútur munu spila í ár. Klikkið á fréttina til að sjá niðurröðun á kvöldin.


Músíktilraunir 2012 - Bönd og tónlistarmenn sem spila.. | 09.03.2012
Glundroði Daedra Darkened BenJee Dorian Gray Þoka Á milli svefns og vöku Nuke Dukem Go Out Icarus Alocola Hindurvættir Blind Bargain Í fimmta veldi Functional Foundation Klysja Mont The Crystalline Enigma B.J and the Army Postularnir Funk that Shit! Kristín Hrönn EPOCH Ásjón Aeterna The young and Carefree Aragrúi Dj Ni Treisí End of Days Atary D & the Lot Snjólugt RetRoBot Volatile Audio Team Cleetus the Fetus Free Fall F.I.G Útrás A day in december Cosmos White Signal Bakkus Alli


51 bönd/tónlistarmenn skráðu sig til leiks í Músíktilraunir þetta árið | 07.03.2012
Hvaða bönd/tónlistamenn spila á Músíktilraunum 2012 kemur í ljós fyrir helgi. Alls skráðu sig 51 þátttakendur og er það umtalsverð fjölgun frá því í fyrra. Allt mjög frambærileg og flottir tónlistarmenn..


Mistök við skráningu - Fengu ekki póst í kjölfarið - Skráningu lýkur í dag kl 23:59 | 05.03.2012
Góðan daginn Ef þið hafið reynt að skrá ykkur hér og ekki fengið staðfestingarpóst í kjölfarið þá skuluð þið senda póst á musiktilraunir@itr.is með nafni á bandinu/tónlistarmanninum. Algeng mistök við skráningu er að fylla ekki út í alla reiti. Þá kemst skráningin oft ekki til skila. Einnig er hægt að hringja í Einar í síma 4115527 ef það eru einhver vandamál Allir fá svo póst bráðlega varðandi hvort að þeir hafi komist í Músíktilraunir 2012 sem fara fram 23-31 mars í Austurbæ Skráningu lýkur í dag kl 23:59


SKRÁNING ER Í GANGI ALLA HELGINA OG LÝKUR Á MÁNUDAGINN | 02.03.2012
Það verður opið fyrir skráningar í Músíktilraunir 2012 fram á mánudaginn næsta. Frábært tækifæri fyrir alla á aldrinum 13-25 ára tónlistarmenn. Ekki láta þetta framhjá þér fara ! Skráðu þig eða þitt band strax í dag ...


Skráningin á fullu - Nýr samstarfsaðili: Gogoyoko styrkir fyrstu þrjú sætin með P.R námskeiði | 28.02.2012
Allur pakkinn: fyrst rölta sveitirnar niður í 12 tóna og fá sér nýja tónlist í þeirra boði, síðan fara þær í hljóðverssmiðja Kraums Tónlistarsjóðs þar sem hljómsveit lærir af reyndum tónlistarmanni og hljóðmanni ýmsar hliðar þess að gera tónlist. Svo upptökur í stúdíói með hljóðmanni og að lokum námskeið hjá Gogoyoko í að koma tónlistinni á framfæri á netinu. Að lokum spila sigurböndin á Airwaves tónlistarhátíðinni. Ekki slæmt ! Skráning í gangi www.musiktilraunir.is


Saga Músíktilrauna komin á síðuna hjá Rás 2 | 23.02.2012
Við ættum öll að taka mínútu og þakka fyrir að eiga Rás 2 hérna á Íslandi. Ómetanleg stöð fyrir íslenska tónlist. Búin að hleypa af stað nýrri síðu um Músíktilraunir þar sem hægt er að hlusta á sigursveitir hvers árs alveg frá 1992. Yndislegt! http://www.ruv.is/musiktilraunir


Kraumur með verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin | 23.02.2012
Höldum áfram góðu samstarfi við tónlistarsjóðinn Kraum sem veitir verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Verðlaunin eru í því fólgin að verja degi í fullkomnu hljóðveri með hljóðmanni og reynslumiklum tónlistarmanni þar sem farið er í hinar ýmsu hliðar tónlistarsköpunar.


Skráning er hafin ! | 20.02.2012
Hægt er að skrá sig til leiks í Músíktilraunir 2012 hér á skráningarsíðunni. Klikkið annaðhvort á borðan hér til hægri eða á "skráning" Skráningarsíðan verður opin í tvær vikur eða frá 20. febrúar til 5. mars. Músíktilraunir eru opnar fyrir alla á aldrinum 13-25 ára og fara fram 23-31 mars í Austurbæ. Glæsileg verðlaun eru í boði frá eftirtöldum aðilum: Icelandair, Tónastöðinni, Sundlauginni, 12 tónum, Island Studios, Studio Ljónshjarta, Hljóðfærahúsið, Gogoyoko, Möller Records, Smekkleysu og Forlaginu


Músíktilraunir 2012 | 14.02.2012
Músíktilraunir 2012 nálgast óðfluga en skráning hefst 20.febrúar. Því er tími kominn fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn að hefja undirbúning fyrir umsókn. Oft er talað um að Músíktilraunir hafi verið stökkpallur fyrir ungar og óreyndar hljómsveitir út í hinn „harða tónlistarbransa“. Hljómsveitir á borð við Kolrössu Krókríðandi, Botnleðju, Maus, Mínus, Jakobínarínu, Agent Fresco og nú Of Monsters And Men eru ágætis vitnisburður um að ýmis ævintýri taka við að loknum tilraununum.


Músíktilraunir 2012 nálgast | 17.01.2012
Músíktilraunir 2012 Undanúrslit Músíktilrauna þetta árið verða 23.-26. mars og úrslitin 31. mars. Eins og undanfarin ár verðu þetta tvímælalaust mögnuð upplifun fyrir alla þátttakendur og ekki skemmir fyrir möguleikinn á glæsilegum verðlaunum. Skráning hefst 20. febrúar 2012.