Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013UPPHITUN FYRIR MÚSÍKTILRAUNIR 2013 Í HINU HÚSINU

30.01.2013

-Vantar þig að taka upp demó eða bara góð ráð?-

Hitt Húsið ætlar að bjóða upp á aðstöðu fyrir tónlistarfólk til að koma og æfa lögin sín í góðu hljóðkerfi, mögnurum o.fl. Einnig verður starfsfólk hússins á staðnum til skrafs og ráðagerða um allt er varðar tilraunirnar og undirbúning fyrir þær. Í kjölfarið af þessu geta hljómsveitirnar/tónlistarfólkið sótt um að taka upp demo í Hinu Húsinu til að skila í skráningu Músíktilrauna 2013.


Skráningar er þörf og dagsetningar sem í boði eru:


-Æfing / spjall : Fimmtudagurinn 14.febrúar kl.17-22.


-Demóupptökur: Laugardagurinn 16.febrúar

 

Takmarkað pláss er í boði, hafið því samband við okkur sem fyrst í musiktilraunir@itr.is og í síma 411-5527.


Við erum einnig á Facebook:  http://facebook.com/musiktilraunir1