Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Skráningu fer senn að ljúka - frestur til 3.mars

27.02.2013

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Músíktilraunir 2013. Skráningarfrestur rennur út á sunnudaginn 3.mars nk.og fer fram hér gegnum heimasíðu tilraunanna.

Frábær verðlaun verða í boði að venju; peningaverðlaun, hljóðverstímar og allskonar góðgæti.
Nú er tíminn til að láta drauminn rætast og spila í Silfurbergi, Hörpunni.

Undankvöld Músíktilrauna fara fram dagana 17.-20.mars en úrslitakvöldið sjálft verður svo á laugardaginn 23.mars. Miðasala er á harpa.is.