Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Frábær verðlaun í boði á Músíktilraunum 2013

01.03.2013

Að venju verður boðið upp á frábær verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin ásamt því að hljóðfæraleikarar Músíktilrauna verða verðlaunaðir sérstaklega. Einnig verður Hljómsveit Fólksins valin með símakosningu á úrslitakvöldi.

Verðlaun fyrir 1.sæti eru m.a. 20 hljóðverstímar í Sundlauginni ásamt hljóðmanni. SENA gefur 250.000 kr. peningaverðlaun og einnig verða gefnar 100.000 kr. úr minningarsjóði Péturs Kristjánssonar. Kraumur Tónlistarsjóður mun svo líka gefa einn dag í hljóðverssmiðju sem inniheldur dag með reyndum tónlistarmanni og hljóðmanni. Auk þess gefa Icelandair gjafabréf, þar sem verður flogið til Hollands í lok ágúst og spilað á vegum Stage Europe Network sem að Hitt Húsið er aðili að á Westerpop tónlistarhátíðinni í Delft. 12 Tónar gefa svo 20.000 kr. í formi úttektar. Sigurbandið mun svo spila á Iceland Airwaves hátíðinni.

Verðlaun fyrir 2. og 3.sætið fela einnig í sér hljóðverstíma í hinu frábæra Gróðurhúsi annarsvegar og Stúdíó Paradís hinsvegar. Að auki fá verðlaunahafar hér einnig úttektir frá 12 Tónum ásamt því að fá að sækja hljóðverssmiðju Kraums Tónlistarsjóðs.

Það er því eftir miklu að sækjast og ekki eftir neinu að bíða - sendið umsóknina inn fyrir 3.mars og takið þátt!

Skráning fer fram á www.musiktilraunir.is