Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 20132.undankvöldi lokið

18.03.2013

 

2.undankvöldi er nú lokið í Silfurbergi, Hörpunni, í Músíktilraunum.

 

Dómnefnd valdi áfram í úrslit tónlistarmanninn CeaseTone og salurinn kaus Glundroða.

 

Við óskum þeim innilega til hamingju, en minnum um leið á að dómnefnd hefur síðan möguleika á að velja áfram aukalega 1-4 atriði að öllum undankvöldum lokum !

 

Sjáumst svo öll á morgun á 3.undankvöldinu.