Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Úrslit 3.undankvölds Músíktilrauna

19.03.2013

3.undankvöld Músíktilrauna 2013 fór fram í Silfurbergi, Hörpunni í kvöld, þriðjudag. 9 tónlistaratriði tóku þátt og fjölbreytnin mikil; allt frá rappi yfir í harðkjarna rokk. En að lokum fór svo að salur valdi hljómsveitina Yellow Void áfram til úrslita og dómnefnd valdi In The Company of Men.

Áfram ber að nefna þá reglu að dómnefnd hefur síðan möguleika að velja 1 til 4 sveitir áfram aukalega í úrslit að öllum undankvöldum loknum, ef ástæða þykir til. Það yrði tilkynnt á fimmtudeginum.

Músíktilraunir óska sigurvegurum kvöldsins innilega til hamingju og þakkar öllum þátttakendum fyrir frábæra frammistöðu og skemmtun!

Fjórða og síðasta undankvöldið fer svo fram á morgun, 20.mars og hefst stundvíslega kl.19:30.
Miðasala er á harpa.is og midi.is.