Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Sjálfsprottin Spévísi

 

Sveitarfélag:
Akureyri

 

Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Bjarni Þór Bragason  23 Söngur/hrynrafgítar
Bjarki  Guðmundsson  23 Aðalrafgítar
Emil Þorri Emilsson  23 Trommur
Guðmundur Ingi Halldórsson 25 Rafbassi

 

Um bandið: 
Hljómsveitin Sjálfsprottin Spévísi inniheldur fjóra bræður, sem eiga þó allir mismunandi mæður auk þess að eiga hver sinn föður, sem hafa spilað saman frá því að þeir muna eftir sér, eða síðan fyrir rúmum 6 árum þegar þeir hittust í gamalli málningaverksmiðju sem nú er farin á hausinn og spiluðu saman hvað þeir kölluðu tónlist.  Síðan þá hafa þeir samið og spilað meiri tónlist saman og síðan meiri tónlist og ort texta á okkar ástkæra móðurmáli og síðan fleiri texta, grátið og hlegið og slegist við hvorn annan en þó alltaf litið í sömu átt til frægðar og frama.

 

Heimasíða:
http://www.facebook.com/sjalfsprottinspevisi?fref=ts