Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Marvin Straight

 

Sveitarfélag:
Reykjavík

 

Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Jóhannes Bjarki Bjarkason 17 Bassi
Eyþór Mikael Eyþórsson 17 Gítar og söngur
Jón Guðmann Pálsson  18 Trommur
Óttar Ingi Þorbergsson  19 Gítar
Andrés Hjörvar Sigurðsson  19 Gítar
Katrín Helga Ólafsdóttir 17 Hljómborð

 

Um bandið: 
Hljómsveitin Marvin Straight hefur starfað í um fjóra til fimm mánuði. Þetta byrjaði á því þegar Jóhannes ætlaði að stofna hljómsveit og fékk Eyþór Mikael með sér í lið. Hinsvegar varð ekkert úr þeim draumi, en Eyþór tók þó fljótt í taumana og fann glysrokkarana Andrés og Óttar, sem eru aldursforsetar hljómsveitarinnar. Þegar hér er komið við sögu kemur í ljós að strákarnir hafa ekkert æfingapláss. Nú eru góð ráð dýr hugsuðu þeir, en voru þó ekki í vandræðum lengi þegar þeir fundu húsnæði til leigu niðri í bæ. En þá spratt upp annað vandamál. Það var enginn trommari, og eins og allir vita vaxa trommarar ekki á trjám og erfitt að finna eitt stykki færan trommuleikara. Jói var þó með brögð upp í erminni og hringdi í hann Jón Guðmann sem hafði komið áður við sögu, þegar Jói ætlaði að stofna hljómsveitina með Eyþóri.

Drengirnir spila háværa rokktónlist. Í stuttu máli sagt, þá eru strákarnir í Marvin Straight töffarar.