Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Kaleo

 

Sveitarfélag:
Reykjavík

 

Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Jökull Júlíusson   23 söngur / gítar
Davíð Antonsson  23 trommur / bakrödd
Rubin Pollock   23 gítar
Daníel Ægir Kristjánsson 23 bassi
Gísli Brynjarsson  21 saxophone

 

Um bandið: 
Hljómsveitin Kaleo hefur starfað í u.þ.b. 6 mánuði. Hljómsveitin var sett í gang fyrir Iceland airwaves árið 2012 og spiluðu þeir þar á tvennum tónleikum á off venue dagskránni með gífurlega góðum undirtektum. Síðan þá hefur hljómsveitin verið mjög upptekin við að æfa, koma fram og byrja að huga að fyrstu smáskífu hljómsveitarinnar sem mun bera nafnið "Glasshouse".
Hljómsveitarmeðlimir eru allir úr Mosfellsbænum og hafa þekkst frá æsku.


Við erum spenntir að fá að leyfa fagfólki og fleirum að heyra efnið sem við höfum í höndunum og vonum við að þessi keppni geti stytt okkur leið með að koma tónlist okkar á framfæri.