Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Elgar

 

Sveitarfélag:
Reykjavík

 

Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Ívar Hannes Pétursson  19 Píanó, rafmagnsgítar og söngur
Oddur Már Oddsson  19 Rafmagnsgítar og söngur
Dagur Leó Bergsson  19 Trommur
Danival Heide Sævarsson 19 Bassi

 

Um bandið: 
Hljómsveitina Elgar skipa 4 ungir karlmenn, fæddir á árinu 1994. Allir voru saman í grunnskóla, nánar tiltekið Langholtsskóla, og þekkjast því mætavel. Í grunnskólanum höfðu Dagur Leó (trommur) og Ívar Hannes (píanó) áður spilað saman í hljómsveitinni Metal and Glass in Your Arse en Danival (bassi) með hljómsveitinni Jesus and I. Eftir útskriftina hættu báðar þessar hljómsveitir. Síðar kom til sögunnar Oddur Már (rafgítar) sem fékk þá hugmynd að stofna hljómsveit með Ívari. Í sameiningu fengu þeir Danival og Dag í lið með sér og sveitin Elgar var stofnuð.
Hljómsveitin æfir í Tónlistarþróunarmiðstöðinni og hefur gert það nú í rúmt ár. Tónlistarstefna Elga er nokkuð óljós, en við erum ennþá að prófa og gera tilraunir með ýmislegt.