Stale Grenade
Sveitarfélag:
Akranes
Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Marinó Rafn Guðmundsson 22 Söngur og Gítar
Höskuldur Heiðar Höskuldsson 20 Söngur og Gítar
Guðjón Jósef Baldursson 22 Trommur
Sigurbjörn Kári Hlynsson 19 Bassi
Um bandið:
StaleGrenade var stofnuð af gítarleikurunum Höskuldi og Marinó árið 2010 og um ári síðar bættust trommarinn Guðjón og bassinn Sigurbjörn í hópinn. Hljómsveitin hefur starfað í þeirri mynd síðan, með hléum, og hefur verið að spila á pöbbum hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum 2010 en komst þó ekki lengra en á undankvöld í það skipti og hyggst gera betur í þetta skiptið. StaleGrenade spilar pönkskotið alternative rokk og hefur verið líkt við hljómsveitir eins og Green Day og Foo Fighters.
Heimasíða:
http://stalegrenade.wix.com/stale