Músíktilraunir 2013, tónlistarhátíð í Reykjavík 17.-23. mars 2013Villta Vestrið

 

Sveitarfélag:
Reykjavík

 

Nöfn, aldur og hljóðfæri:
Alexander Jarl Abu-Samrah 21 Míkrófónn
Ólafur Ármann Sigurðsson 21 Míkrófónn
Helgi Ársæll Magnússon 21 Plötuspilarar
Magnús Thoroddsen Ívarsson 23 Míkrófónn
Guðmundur Þorvaldsson 19 Míkrófónn

 

Um bandið: 
Villta Vestrið er verkefni fimm pilta úr Vesturbænum sem allir eiga það sameiginlegt að hafa grúskað í hip-hop tónlist frá grunnskólaaldri, en þó í sitthvoru lagi. Tilviljun leiddi okkur saman í byrjun árs og skelltum við í eitt lag. Okkur leist vel á útkomuna og út frá því fæddist grúppan.


Markmið okkar er fyrst og fremst að hafa gaman af því sem við gerum og ef tónlist okkar skemmtir öðrum, þá er það ekki af verri endanum. Einnig stefnum við á að blása lífi í músíkalskt hip-hop á Íslandi.


Tónlist okkar er sambland af hljóðfæraleik, vandaðri hljóðsmölun og íslenskum textum. Við reynum að vera fjölbreytilegir í tónsmíðum okkar en finnum okkur þó best í glaðlyndari kantinum.


STUTT KYNNING MEÐLIMA:

Alexander Jarl Abu-Samrah eða Alli Abstrakt er 21 árs rappari, bassaleikari og pródúsent. Lærði hljóðvinnslu og upptökustjórnun í Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna. Var valinn fyrir hönd Íslands til að keppa í Skandinavísku rappkeppninni Rap It Up árið 2011 og hafnaði í 3. sæti. Hefur verið virkur í senunni með tónlist og tónlistarmyndböndum sínum síðan þá.


Guðmundur Þorvaldsson eða KeenU er 19 ára rappari. Kynntist tónlist ungur að aldri í hljóðveri föður síns og hefur verið að rappa og semja texta síðan. Var valinn fyrir hönd Íslands í Skandinavísku rappkeppninni Nordic Urban Challenge í árslok 2012 og hafnaði í 4. sæti.


Magnús Thoroddsen Ívarsson eða Knú$i er 23 ára rappari og er að læra leikstjórn og handritagerð við Kvikmyndaskólann. Hóf rappferil sinn fyrir alvöru árið 2012 þegar hann kom upp heima-hljóðveri hjá sér.


Ólafur Ármann Sigurðsson er 21 árs heimspekinemi við HÍ og rappari sem borgar skattinn sinn. Reyndi fyrir sér ýmis svið tónlistarinnar en fann sig svo nýlega í textasmíðum.


Helgi Ársæll Magnússon er 21 árs pródúsent og plötusnúður. Taktasmiður sem hefur verið að fínpússa list sína í myrkum kjallara vestur í bæ til margra ára.